KYNBUNDNIR FORDÓMAR
Dæmi um kynbundna fordóma eru t.d. þegar þess er vænst af konum að þær sinni heimilisverkum á vinnustaðnum eins og að vaska upp kaffibolla, taka minnispunkta á fundum, sækja kaffi, skipuleggja viðburði ofl..
KYNBUNDNIR FORDÓMAR
Dæmi um kynbundna fordóma er td. að konur eru oftar dæmdar eftir því hvernig þær líta út, það er oftar gripið fram í fyrir þeim af körlum og öðrum konum, hugmyndir kvenna fá oft litlar undirtektir á fundum, konur fá oftast stöðuhækkun þegar þær sýna fram á árangur á meðan karlmenn fá stöðuhækkun vegna þess sem þeir eru taldir geta gert, svo fátt eitt sé nefnt.
FORRÉTTINDABLINDA
Fólk sem er blint á að það njóti efnahagslegra og félagslegra forréttinda en forréttindi eru ekki sýnileg þeim sem njóta þeirra. Miðaldra hvítur karl þarf ekki að huga að kynþátta, kynbundnum eða stéttbundnum fordómum – þess vegna sjá þeir ekki fordómana, þeir verða ekki fyrir þeim. Því telja margir karlmenn í þessum hópi að leikurinn sé í raun jafn – konur og karlar hafi sömu tækifæri. Hinir sem eru ekki í þessum hópi eru stöðugt minnt á fordómana með ýmsum hætti: T.d. með áreitni, útilokun, skertum tækifærum, birtingamyndum í fjölmiðlum ofl.
Hlutfall kvenna í framkvæmdarstjórnum er 12,7 % *Creditinfo 2020
13% forstjóra eru konur
*Creditinfo 2020
11,1 %
þeirra sem stýra fjármagni eru konur*Kjarninn 2019
Hlutfall kvenna í stjórnum er 25,3% *Creditinfo 2020
Ísland hefur verið í fyrsta sæti jafnréttisvísitölu The World Economic Forum síðastliðin 11 ár.
Staða kvenna í íslensku atvinnulífi er því miður ekki að endurspegla jafnrétti en þar hallar verulega á konur í stjórnunarstöðum.
0
Konur forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni*Kauphöllin 2020