JAFNRÉTTI & FJÖLBREYTNI
Á VINNUSTÖÐUMÍ verkefninu Jafnréttisvísir hafa ráðgjafar tekið djúpviðtöl við yfir 400 aðila varðandi áskoranir í janfréttismálum og verið með um 3500 aðila á vinnustofum. Í þessarri vinnu hafa ráðgjafar tekið saman þær megináskoranir sem virðast vera á flestum vinnustöðum.


RÁÐSTEFNUR & FYRIRLESTRAR

EMPOWER stendur fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum á sviði jafnréttismála í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
Innan ráðgjafahópsins er áralöng reynsla af alþjóðlegum ráðstefnum og viðburðum á alþjóðavísu.Ráðgjafar hafa framleitt og stýrt alþjóðlegum ráðstefnum eins og Emirates Women of the Year, Women Leaders Global Forum og World Economic Forum pre meeting, svo eitthvað sé nefnt.

KYNBUNDNIR FORDÓMAR


Dæmi um kynbundna fordóma eru t.d. þegar þess er vænst af konum að þær sinni heimilisverkum á vinnustaðnum eins og að vaska upp kaffibolla, taka minnispunkta á fundum, sækja kaffi, skipuleggja viðburði ofl..

KYNBUNDNIR FORDÓMAR


Dæmi um kynbundna fordóma er td. að konur eru oftar dæmdar eftir því hvernig þær líta út, það er oftar gripið fram í fyrir þeim af körlum og öðrum konum, hugmyndir kvenna fá oft litlar undirtektir á fundum, konur fá oftast stöðuhækkun þegar þær sýna fram á árangur á meðan karlmenn fá stöðuhækkun vegna þess sem þeir eru taldir geta gert, svo fátt eitt sé nefnt.

FORRÉTTINDABLINDA


Fólk sem er blint á að það njóti efnahagslegra og félagslegra forréttinda en forréttindi eru ekki sýnileg þeim sem njóta þeirra. Miðaldra hvítur karl þarf ekki að huga að kynþátta, kynbundnum eða stéttbundnum fordómum – þess vegna sjá þeir ekki fordómana, þeir verða ekki fyrir þeim. Því telja margir karlmenn í þessum hópi að leikurinn sé í raun jafn – konur og karlar hafi sömu tækifæri. Hinir sem eru ekki í þessum hópi eru stöðugt minnt á fordómana með ýmsum hætti: T.d. með áreitni, útilokun, skertum tækifærum, birtingamyndum í fjölmiðlum ofl.


JAFNRÉTTISÁSKORANIR Í MENNINGU
Staðalímyndir eru áberandi
Konur og karlar upplifa vinnustaðinn mjög ólíkt
Konur fá varnarspurningar en karlar sóknarspurningar
Eina konan í hópi karla
Óformlegir valdahópar karla
Ójafnvægi í töku fæðingarorlofs


ÞEKKIR ÞÚ

13% forstjóra eru konur

*Creditinfo 2020

11,1 %

þeirra sem stýra fjármagni eru konur*Kjarninn 2019

Ísland hefur verið í fyrsta sæti jafnréttisvísitölu The World Economic Forum síðastliðin 12 ár.


Staða kvenna í íslensku atvinnulífi er því miður ekki að endurspegla jafnrétti en þar hallar verulega á konur í stjórnunarstöðum.

0

Konur forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni*Kauphöllin 2020

26,5%

stjórn­ar­manna í

fyr­ir­tækjum eru kon­ur


*Hagstofa Íslands 2021

24,3%

stjórn­ar­formanna í

fyr­ir­tækjum eru kon­ur


*Hagstofa Íslands 2021

23,4%

framkvæmdarstjóra í

fyr­ir­tækjum eru kon­ur


*Hagstofa Íslands 2021