JAFNRÉTTI & FJÖLBREYTNI
Á VINNUSTÖÐUM


AÐFERÐAFRÆÐIAðferðafræði Empower er sannreynd eftir áralanga reynslu með fjölbreyttum hópi viðskiptavina sem eru leiðandi á sínu sviði. Verkefnið Jafnréttisvísir hefur verið í forgrunni fram að þessu hjá EMPOWER en það er stefnumótun og vitundarvakning

í jafnréttismálum. Á þessari vegferð hafa ráðgjafar EMPOWER tekið um 400

djúpviðtöl við starfsfólk fyrirtækja og alls hafa um 4500 aðilar komið á

vinnustofur á vegum Empower.


Með                                        hugbúnaðinum verða stafrænar leiðir notaðar til þess að hámarka árangur aðferðarfræði EMPOWER og umbylta þjónustu við viðskiptavini

um allan heim.

Í fræðslu og þjálfun starfsfólks er alltaf leitast við að gera efnið áhugavert, nota húmor, einfalda framsetningu og skapandi

leiðir til miðlunar.


Í teymi EMPOWER hafa hönnuðir og skapandi fólk verið leiðandi í ferlinu til að tryggja áhugavert og spennandi efni.

AÐ LÆRA & LEIKA


Yfirgripsmikil þekking hefur skapast hjá fyrirtækinu og í jafnréttisáskorunum má sjá nokkrar af þeim áhugaverðu áskorunum sem birst hafa ráðgjöfum í þeirri vinnu:

JAFNRÉTTISÁSKORANIR
Á VINNUSTÖÐUM
ÓFORMLEGIR VALDAHÓPAR KARLA
STAÐALÍMYNDIR
ERU ÁBERANDI
EINA KONAN
Í KARLA HÓPI
KONUR FÁ VARNARSPURNINGAR
KARLAR FÁ SÓKNARSPURNINGAR
KONUR OG KARLAR UPPLIFA VINNUSTAÐINN MJÖG ÓLÍKT
ÓJAFNVÆGI Í TÖKU FÆÐINGARORLOFS


Megináhersla aðferðafræði EMPOWER er á praktískar lausnir sem nýtast fyrirtækjum og stofnunum strax en alltaf verður þó að líta á þetta sem langtímaverkefni.  Aðferðafræði EMPOWER byggir á því að:  

1) Greina stöðuna 2) Setja markmið og mælikvarða 3) Breyta menningu með áhugaverðri fræðslu og upplýsingagjöf.