Aðferðafræði Empower er sannreynd eftir áralanga reynslu með fjölbreyttum hópi viðskiptavina sem eru leiðandi á sínu sviði. Verkefnið Jafnréttisvísir hefur verið í forgrunni fram að þessu hjá EMPOWER en það er stefnumótun og vitundarvakning
í jafnréttismálum. Á þessari vegferð hafa ráðgjafar EMPOWER tekið um 400
djúpviðtöl við starfsfólk fyrirtækja og alls hafa um 4500 aðilar komið á
vinnustofur á vegum Empower.
Með hugbúnaðinum verða stafrænar leiðir notaðar til þess að hámarka árangur aðferðarfræði EMPOWER og umbylta þjónustu við viðskiptavini
um allan heim.
Í fræðslu og þjálfun starfsfólks er alltaf leitast við að gera efnið áhugavert, nota húmor, einfalda framsetningu og skapandi
leiðir til miðlunar.
Í teymi EMPOWER hafa hönnuðir og skapandi fólk verið leiðandi í ferlinu til að tryggja áhugavert og spennandi efni.
Yfirgripsmikil þekking hefur skapast hjá fyrirtækinu og í jafnréttisáskorunum má sjá nokkrar af þeim áhugaverðu áskorunum sem birst hafa ráðgjöfum í þeirri vinnu: