ALHLIÐA RÁÐGJÖF 

Í JAFNRÉTTISMÁLUM
Dögg
Thomsen
Stofnandi & Eigandi
Ráðgjafi, upplifunarhönnuður, alþjóðleg samskipti
Þórey
Vilhjálmsdóttir
Proppé
Stofnandi & Eigandi
Ráðgjafi, Jafnréttisvísir, fyrirlestrar
Dominic
Nieper
Stofnandi & Eigandi
Alþjóðleg samskipti

Stofnendur og eigendur EMPOWER eru Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Dögg Thomsen og Dominic Nieper. Þau hafa öll starfað sem stjórnendur og ráðgjafar í jafnréttismálum með fyrirtækjum og stofnunum síðustu ár og áratugi.
SÉRFRÆÐINGAR 
Steingrímur Sigurgeirsson
Ráðgjafi, Jafnréttisvísir
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
 Hönnuður, greinandi, Design Thinking


Ásdís Sigurbergsdóttir
Ráðgjafi, Jafnréttisvísir Ráðgjafi
innri & ytri samskipti
 
Guðfinnur Sveinsson
Ráðgjafi, innleiðing, Agile


Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennska,
vinnustofur, fyrirlestrar


Markmið EMPOWER er að auka jafnrétti í atvinnulífinu, bæta starfsumhverfi og menningu og síðast en ekki síst að tryggja jöfn tækifæri og áhrif kvenna jafnt sem karla.EMPOWER er allsherjar vettvangur jafnréttismála þar sem boðið verður uppá fjölbreytta ráðgjöf, ráðstefnur, þekkingarmiðlun og fyrirlestra.  Þjónusta fyrirtækisins er í boði fyrir íslenska sem og erlenda viðskiptavini.Minn draumur er að konur og karlar vinni sameiginlega að því að koma á jafnrétti þannig að við öll höfum sömu tækifæri hvar sem er og í hverju sem er!

Einn daginn áttar maður sig á því að jafnréttið sem maður gekk út frá að væri sjálfsagður hlutur er það ekki þegar betur er að gáð. Það er á ábyrgð okkar allra að breyta því.

Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að skapa þekkingu og meðvitund um mikilvægi jafnréttis. Betri niðurstöður verða til umhverfi sem grundvallast á jafnrétti og því er jafnrétti öllum í hag.

Ég trúi því að jafnvægi í heiminum verði ekki náð nema með (m.a.) jafnrétti kynjanna. og blýanturinn er beittasta vopnið.

Ég trúi því að bestu samfélögin eru þau þar sem allt fólk upplifir sig öruggt og metið að verðleikum sínum, óháð kyni, uppruna eða öðrum þáttum. Þess vegna skiptir mig máli að vinna að jafnréttismálum.

Heimurinn þarf á öllu sínu besta fólki að halda!

Íhaldssamar karlmennskuhugmyndir eru helsta fyrirstaða jafnréttis og því liggur mikið undir ábyrgri afstöðu karla til karlmennsku. Forréttindafullir síshetró able karlmenn, eins og ég, þurfa að nýta eigin (sjálfgefnu) völd til að hreyfa við eigin karlmennskuhugmyndum, félaga sinna og styðja þannig við jafnrétti.

EMPOWER teymið er samansett af hópi sérfræðinga með þverfaglegan bakgrunn, menntun og reynslu. Eitt eiga þau þó öll sameiginlegt - að hafa ástríðu fyrir því að koma á jafnrétti!


STOFNENDUR & EIGENDUR

Aukin þátttaka kvenna sem stjórnenda og leiðtoga í atvinnulífinu er stórt efnahagsmál sem ég hef ástríðu fyrir að koma á með EMPOWER teyminu!

Jafnrétti er vegferð en ekki áfangastaður. Sú vegferð getur aukið lífsgæði okkar allra.


HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?
ÞORSTEINN V. EINARSSON Í VIÐTALI VIÐ FRÉTTABLAÐIР

Fjöldi karla eigi fáa eða enga nána vini

Þorsteinn V. Einarsson gerði skoðanakönnun um einmanaleika karla eftir að honum barst frásögn manns sem upplifir sig einmana og að skorta nána vini. Könnunin bendir til þess að fjöldi karla eigi fáa eða jafnvel enga nána vini

.
LESA MEIRA


ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR PROPPÉ Í VIÐTALI

Jafnréttismálin í útrás

„Stjórnir fyrirtækja eru farnar að átta sig á því að stjórnendahópurinn þarf að endurspegla samfélagið til þess að fyrirtæki og stofnanir tengi við sína viðskiptavini og þá þýðir ekkert að hafa engar konur,“


LESA MEIRA
EMPOWER Á HEIMSÞINGI KVENLEIÐTOGA

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé gestur á Heimsþingi


Heimsþing Kvenleiðtoga var haldið rafrænt í ár - þar tengdu saman um 900 leiðtogar frá 120 löndum í 3 daga dagskrá.


HORFA Á VIÐTALIÐVIÐTAL VIÐ STOFNENDUR EMPOWER Í VIÐSKIPTABLAÐINU

Jafnrétti til útflutnings

Empower er nýstofnað alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki í jafnréttismálum. Fyrirtækið er vettvangur alhliða ráðgjafar, fræðslu, samvinnu og verkfærakistu jafnréttismála. Fyrirtækið byggir á árangri Íslands, íslenskra fyrirtækja og stofnana og sannreyndri aðferðafræði.


LESA MEIRA
SAMSTARFSSAMNINGUR EMPOWER & RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA

Empower og embætti ríkislögreglustjóra hafa gert með sér samstarfssamningum verkefnið Jafnréttisvísir sem er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum.

Vinna við verkefnið mun hefjast í janúar og mun allt starfsfólk embættissins koma að þeirri vinnu á einn eða annan hátt. Embætti ríkislögreglustjóra bætist þá í hóp leiðandi stofnana og fyrirtækja sem að farið hafa í gegnum verkefnið.

SAMNINGUR EMPOWER VIÐ ALÞINGI

Samningur um Jafnréttisvísi til að fylgja eftir könnun um starfshætti og vinnustaðamenningu á Alþingi

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri, hafa undirritað samstarfssamning við forsvarsfólk Jafnréttisvísis um eftirfylgni könnunar um starfshætti og vinnustaðamenningu á Alþingi.
LESA MEIRA


ÞÓREY Í VIÐTALI
HRINGBRAUT

EMPOWER í studio HringbrautHORFA Á VIÐTALIÐ - BYRJAR @7MIN
Soffía Sigurgeirsdóttir
Rán
Flygenring
Hönnuður, greinandi, teiknari
 

Það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að vera fyrirmynd í jafnréttismálum. Félagsleg og efnahagsleg lífsgæði okkar sem þjóðar eykst með auknu jafnrétti og fjölbreytileika.

EMPOWER KYNNIR SAMSTARFSVERKEFNIÐ
„Kynin og vinnustaðurinn“


Empower, Viðskiptaráð, Gallup og Háskóli Íslands kynna samstarfsverkefnið „Kynin og vinnustaðurinn“ .

Árlega verður gerð könnun á stöðu, upplifun og líðan starfsfólks í fyrirtækjum á Íslandi þar sem sérstaklega er horft til þess hvort greina megi mun eftir kyni.
LESA FRÉTTABLAÐIÐ

LESA MBL

LESA VIÐSKIPTABLAÐIÐ


Ingunn Guðmundsdóttir


Ráðgjafi
Jafnréttisvísir
 

Jafnrétti er vegferð en ekki áfangastaður. Sú vegferð getur aukið lífsgæði okkar allra!

SAMSTARFSSAMNINGUR EMPOWER & SLÖKKVILIÐS HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Empower og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Jafnréttisvísir sem er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum.

Vinna við verkefnið er hafin og mun allt starfsfólk koma að þeirri vinnu á einn eða annan hátt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bætist þá í hóp leiðandi stofnana og fyrirtækja sem farið hafa í gegnum verkefnið.