Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki í jafnréttismálum - vettvangur alhliða ráðgjafar, fræðslu, upplifunar, samvinnu og verkfærakistu jafnréttismála.
Byggt á árangri Íslands - íslenskra fyrirtækja og stofnana og sannreyndri aðferðafræði.
Þú hefur áhyggjur af því að það gæti verið undirliggjandi áreitni, einelti eða jafnvel ofbeldi.
Viltu að ásýnd fyrirtækisins/ stofnunarinnar sé í takt við tímann? Þar sem konur jafnt sem karlar eru í forsvari?
Viltu hefja umræðuna um jafnrétti þannig að karlar og konur tengi við hana?
Þú veist að það er eitthvað að menningunni sem gæti verið fyrirstaða jafnréttis en getur ekki alveg skilgreint það?
Veistu hvort að konur og karlar eru að fá jöfn tækifæri?
Viltu að menningin fagni fjölbreytileika en reyni ekki að steypa allt starfsfólk í sama formið?
„Heildstæð úttekt á stöðu jafnréttismála hjá Landsvirkjun, ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli og launum, heldur ennig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi. Samstarfið hefur hjálpað okkur að greina stöðuna og virkja allt okkar starfsfólk á þessari mikilvægu vegferð.“
„Í Landsbankanum, sem og í samfélaginu öllu, hefur orðið mikil vitundarvakning í jafnréttismálum. Með samstarfinu og beitingu Jafnréttisvísins fáum við aðstoð við að greina stöðuna ítarlega, móta skýr markmið og vera almennt meðvitaðri í öllum samskiptum í þeim tilgangi að byggja upp gott starfsumhverfi og jákvæða og uppbyggilega fyrirtækjamenningu.“
„Jafnréttisvísirinn virkaði vel sem vitundarvakning og praktísk nálgun á jafnréttismálin hjá embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hjálpaði til við að draga fram áskoranir í menningunni en á sama tíma að leiða starfsfólk í samtal og markmiðasetningu um lausnir.“
„Verkefnið (Jafnréttisvísir) hefur með ákveðnum en jafnframt skemmtilegum hætti dregið fram hvar HA þarf að bæta sitt samfélag og menningu þegar kemur að jafnréttismálum. Margt getur verið falið í menningu og hefðum og verkefninu hefur svo sannarlega tekist að draga slíkt fram fyrir okkar háskólasamfélag. Verkefnið mun reynast okkur leiðarvísir til aðgerða og umbreytinga á næstu misserum og árum.“.